LEIKIR FYRIR ALLA OG ÖMMUR ÞEIRRA

content-image
LEIKUR 1/7

CHUG IT

 • ~ Hittu hvar sem er á spjaldið til að drekka af bjórnum, hversu stór sopinn er veltur á því í hvaða reit á spjaldinu þú hittir.
 • ~ Hvert lið eða leikmaður byrjar með 185 stig.
 • ~ Sigurvegari leiksins er sá sem kemst fyrstur niður í 0. Þú verður að ná nákvæmlega 0 því annars 'springurðu' og færð engin stig fyrir þá umferð.

Leikur 2/7

ASNI

 • ~ Flestir kannast við gamla góða Asna sem var spilaður á körfunum á skólalóðinni.
 • ~ Þú þarft alltaf að toppa eða jafna stigaskor þess sem er á undan þér í röðinni. Ef þú nærð því ekki færðu staf.
 • ~ Spilarar sem eru ASNI eru úr leik, sigurvegarinn er sá eini sem verður ekki ASNI.
 • ~ Gott er að hafa í huga að þó þú getir ekki toppað skorið sem var á undan þér er mikilvægt að skora eins vel og hægt er þar sem næsti spilari þarf að toppa þig.

Leikur 3/7

KILLER

 • ~ Hverju liði er úthlutað einn reitur á spjaldinu af handahófi.
 • ~ Hittu þinn reit þrisvar til að verða morðingi. Þegar þú ert morðingi áttu að hitta í reiti mótspilara þinna og reyna að slá þá úr leik.
 • ~ Barist er til seinasta manns og sá leikmaður sem stendur einn eftir vinnur.
 • ~ Til að flýta fyrir endalokum telja allar pílur tvöfalt frá 6. umferð og þrefalt frá 8. umferð.

Leikur 4/7

SHANGHAI

 • ~ Shanghai er 8 umferðir.
 • ~ Í hverri umferð á að hitta í eina ákveðna tölu til að safna stigum. Þú safnar eins mörgum stigum og þú nærð hitta í töluna (tvöfaldur og þrefaldur telja með).
 • ~ Í hverri umferð hækkar talan svo ekki hafa áhyggjur ef þú byrjar illa því næsta umferð er alltaf veigameiri.
 • ~ Sigurvegarinn er leikmaðurinn eða liðið sem safnar flestum stigum í lok leiks.
 • ~ Ef þú hittir í einfalda, tvöfalda og þrefalda reitinn úr öllum þremur pílunum færðu Shanghai. Þá er sá aðili krýndur sigurvegari og leiknum lýkur sama hvernig stigataflan lítur út.

leikur 5/7

ÍSLENSKA SLÚÐRIÐ

 • ~ Markmið leiksins er að koma kallinum þínum frá byrjunarreit á endareit.
 • ~ Fyrstur til að ná því, eða sá sem er kominn lengst, eftir 6 umferðir vinnur leikinn.
 • ~ Píluspjaldinu er skipt upp í 6 svæði sem táknar hverja hlið á teningi (frá 1 upp í 6).
 • ~ Teningurinn skiptist upp í eftirfarandi svæði á píluspjaldinu:
 • 1 = Tvöfaldi hringurinn
 • 2 = Einfaldi feiti
 • 3 = Þrefaldi hringurinn
 • 4 = Einfaldi litli mjói
 • 5 = Grænn búll
 • 6 = Rauður búll
 • ~ Passið ykkur á ða lenda ekki á slæmum slúður-reit því það mun senda kallinn ykkar til baka á þann reit sem rauða örin bendir á. Og gott slúður mun henda ykkur lengra áfram!
content-image
leikur 6/7

MINESWEEPER

 • ~ Allir byrja með þrjú líf.
 • ~ Ef þú hittir útfyrir eða á svokallaðan bombu-reit þá missiru líf.
 • ~ Í hverri umferð er tveimum bombu-reitum bætt við á spjaldið.
 • ~ Þú safnar öllum stigunum nema þegar kastað er í bombu-reit.
 • ~ Sá sem er stigahæstur eftir 8 umferðir vinnur. Eða þegar allir aðrir eru dánir.
leikur 7/7

EAT THE CAKE

 • ~ Planið er einfalt. Hittu í alla númeruðu reitina einu sinni til að vinna leikinn.
 • ~ Fyrir hvern reit sem þú hittir safnarðu stigum (tvöfaldur og þrefaldur telja).
 • ~ Bullseye (grænn og rauður) er alltaf opin fyrir stigasöfnun.
 • ~Ef enginn spilari nær að loka öllum reitum í 8 umferðum vinnur sá sem er með flest stig.