PERSÓNUVERNDARSTEFNA
Persónuverndarstefna SKOR (ROLLSINN ehf kt. 560920-0670) er unnin samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
SKOR seldur aldrei persónuupplýsingar viðskiptavina eða notanda sinna.
HVERNIG SAFNAR SKOR UPPLÝSINGUM UM ÞIG?
Þegar þú skráir þig sem notanda í leiknum þarft þú að gefa upp tilteknar upplýsingar um þig og einnig skráir
Upplýsingar sem þú gefur upp eru nafn, netfang, aldur og búsetuland.
Dæmi um upplýsingar sem verða til við skráningu á síðunni eru upplýsingar á borð við landfræðilegar upplýsingar (hvar þú ert stödd/staddur), tungumálastillingar, vafrastillingar og IP tala.
HVAÐA TÓL ERU NÝTT TIL AÐ SAFNA UPPLÝSINGUM?
SKOR notar Google Analytics og Facebook Pixel til vefmælinga. Þar er skráð tími heimsókna á vefinn, dagsetningar, gerð tækis, vafra og stýrikerfis o.fl.
Í sumum tölvupóstsendingum sem þú munt fá er póstforritið Mailchimp notað til að senda notandum upplýsingar tengdum leiknum eða samstarfsaðilum.
ÞÍNAR UPPLÝSINGAR
Þú átt rétt á að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við kunnum að hafa um þig. Þú getur líka í sumum tilvikum átt rétt á að upplýsingar verði leiðréttar eða þeim eytt.
Ef þú vilt fá upplýsingar um persónugreinanlegar upplýsingar sem við kunnum að hafa um þig getur sent okkur tölvupóst á skorbar@skorbar.is