SKOR (alvöru SKOR)
OPNAR 2021

SKOR er nútímalegur afþreyingarbar fyrir alla, ekki síst þá sem hafa enga reynslu af pílukasti. Á bak við SKOR er hugbúnaðarfyrirtækið 0101 í slagtogi við hresst fólk úr veitingabransanum. SKOR hugmyndin fæddist undir lok árs 2019 og markmiðið er nota nútíma tölvutækni til að bjóða landsmönnum upp á skemmtilegri samkomustað en hina hefðbundnu krá.

Við ætlum að opna stóra SKOR staðinn í hjarta miðbæjarins á síðari hluta 2021. Hann verður rosalegur. Þangað til, á meðan lífið er takmörkunum háð og samfélagið gengur í lægri gír en vanalega, ætlum við að halda úti pop-up útgáfu á Hafnatorgi í fáeinar vikur. Með því viljum við bjóða fólkinu (þér) að taka þátt í að þróa tölvutæknina á bak við SKOR - og fá smá smjörþef af fjörinu.

Gæti verið gaman!