SKOR (alvöru SKOR)
OPNAR 2021

Verkefnið SKOR fór af stað í lok ársins 2019. Að verkefninu kemur hugbúnaðarfyrirtækið 0101 ásamt reyndum veitingamönnum í Reykjavík.
Markmiðið er að gera glæsilegan og nútímalegan afþreyingabar eins og má finna víðsvegar um heiminn. Á SKOR getur þú spilað pílu eins og þú hefur ekki séð áður í bland við frábært andrúmsloft og góða drykki. SKOR er fyrir alla og alls ekki síður þá sem hafa ekki spilað mikla pílu áður.
Með því að opna Pop-up útgáfu af staðnum viljum við bjóða landsmönnum að taka þátt í vöruþróun SKOR. Upprunalega var ekki í plönunum að vera með Pop-up útgáfu en eftir þetta vægast sagt leiðinlega ár teljum við þorsta landsmanna mikinn í slíka afþreyingu nú þegar glittir í betri tíma.